fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskur sjávarútvegur: Blikur á lofti á alþjóðavettvangi

21. september 2015 kl. 15:57

Makrílvinnsla hjá HB Granda á Vopnafirði. (Mynd: HB Grandi)

Neikvæð áhrif á bilinu 16 til 21 milljarðar

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins hefur metið að áhrifin af innflutningsbanni Rússa séu á bilinu 11 til 17 milljarðar króna. Lokun Nígeríumarkaðar gæti einnig leitt til um 6 milljarða samdráttar í útflutningsverðmætum. Frá þessu er sagt á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og er þar vitnað í nýja greiningu efnahagssviðs SA.

Í greiningunni segir að blikur séu nú á lofti á alþjóðavettvangi fyrir íslenskan sjávarútveg. Þar kemur fram að lakari heimshagvöxtur gæti einnig haft sín áhrif en fyrir hverja prósentu lækkun á heimsmarkaðsverði á fiski dragast útflutningsverðmæti saman um 2,4 milljarða króna. Lækkun olíuverðs hefur þó að sama skapi dregið úr olíukostnaði útgerða, þó að sögulega sé það enn hátt.

Heildaráhrif þessara þátta á þjóðarbúið eru samkvæmt útreikningum efnahagssviðs SA neikvæð um á bilinu 16 til 21 milljarðar eða sem nemur um 0,7%-0,9% af landsframleiðslu