mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslenskur togari sektaður í Noregi

20. janúar 2009 kl. 09:42

Norska strandgæslan tók íslenskan togara í gærmorgun á veiðum í norskri lögsögu og færði til hafnar í Hammerfest vegna gruns um að hann væri með smáfiskaskilju sem ekki væri rétt uppsett í trollinu. Í skipinu voru 50-60 tonn af fiski.

Útgerð togarans var sektuð um 150.000 norskar krónur (jafnvirði 2,7 milljóna ísl. kr.) og skipstjórinn fékk 15.000 norskra króna sekt (270 þús. ísl. kr.). Bæði útgerð og skipstjóri samþykktu sektina. Frá þessu er skýrt á vef norska blaðsins Nordlys en ekki er getið um nafn togarans.