þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafngildir 60% tekjuskatti

11. desember 2013 kl. 10:00

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ

Samanlögð veiðigjöld og tekjuskattur á sjávarútveg.

„Ef við setjum þetta í samhengi og tökum veiðigjöldin eins og þau eru lögð á núna fyrir þetta ár og reiknum það upp og hugsum um sjávarútveginn bara eins og aðrar atvinnugreinar, sem við eigum að gera, þá er venjulegt fyrirtæki að greiða 20 prósent í tekjuskatt. Ef við reiknum tekjuskattinn sem útgerðin greiðir og leggur veiðigjöldin ofan á útgerðarhlutann þá er sjávarútvegurinn að greiða um það bil 60 prósenta tekjuskatt. Þetta hlýtur að hafa áhrif á vaxtarmöguleika sjávarútvegsins." 

Þetta segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ í viðtali á vefnum Visir.is. Þá sagði Kolbeinn að gagnsæi við útfærslu veiðigjaldsins væri mjög mikilvægt og að þjóðin reisti sér ekki hurðarás um öxl með því að setja þróun og fjárfestingu í sjávarútvegi í þannig skorður að hann geti ekki áfram verið það flaggskip sem hann er í dag í alþjóðlegu samhengi. Sjávarútvegur myndi nú þegar skila samfélaginu miklum tekjum og hann ætti að fá að njóta sannmælis um það og í tengslum við allar aðrar greinar. Minnti hann á að ellefu sjávarútvegsfyrirtæki væru meðal þeirra lögaðila sem greiddu hæst opinber gjöld í ríkissjóð þótt veiðigjöldin væru ekki tekin með í þeim útreikningum en ef þeim væri bætt við myndi upphæð gjaldanna gott sem tvöfaldast. 

 „Umræðan um veiðigjöldin á að mínu viti á að snúast um aðferðarfræði, þannig að sjávarútvegurinn fái að dafna og skila þjóðarbúinu sem mestum tekjum," sagði Kolbeinn.

Sjá nánar á vef LÍÚ.