

Aðsend mynd
Einn túnfiskanna úr róðrinum. (Mynd af vef Grindavíkurbæjar).
Vísisbáturinn Jóhanna Gísladóttir ÍS varð fengsæl í fyrstu túnfiskveiðiferð sinni en báturinn landaði 11 túnfiskum í Grindavík í gær eftir tæplega fjögurra daga róður. Stærsti fiskurinn vó rúm 200 kíló en sá minnsti rúm 100 kíló.
Aflinn fékkst á svæði sunnan Vestmannaeyja og var um 12 tíma stím á miðin. Aflinn var fluttur kældur í land þar sem fiskurinn var hausaður og honum pakkað í flug. Veiðarnar gengu framar vonum og er ráðgert að halda þeim áfram næstu fimm vikur en Vísir er handhafi 25 tonna kvóta Íslendinga á túnfiski.
Sjá nánar á vef Grindavíkurbæjar.