sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jólabónus til starfsmanna Eskju hf.

13. desember 2011 kl. 10:39

Eskifjörður

260 þúsund krónur til þeirra sem vinna í landi

Eskja hf. á Eskifirði hefur ákveðið að greiða 260 þúsund kr. jólabónus til starfmanna sinna sem vinna í landi, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Upphæðin miðast við fullt starf og greiðist hlutfallslega útfrá starfshlutfalli og starfstíma á árinu bæði hjá móðurfélaginu Eskju hf. og dótturfélögum þess. Eskja vonar að uppbótin komi sér vel fyrir starfsfólk okkar í landi og þakkar þeim vel unnin störf á árinu. Upphæðin greiðist 15. desember næstkomandi.