föstudagur, 27. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jón Kjartansson SU í árangurslausri kolmunnaleit

17. júní 2008 kl. 18:15

Jón Kjartansson SU frá Eskifirði  leitaði kolmunna í nokkra daga í síðustu viku á þekktum miðum í færeysku lögsögunni og í Rósagarðinum en hafði ekki erindi sem erfiði.    

Haft er eftir Ragnari skipstjóra á heimasíðu Eskju að lítiið líf hefði verið á miðunum og erfitt að leita einskipa.  

Skip Eskju hf. hafa fiskað um 33 þús. tonn af kolmunna það sem af er ári og á félagið eftir um 11.300 tonn af kolmunnakvótanum. Það eru ákveðin vonbrigði að ekki hafi gengið að ná kolmunna í júní í ár en Jón Kjartansson fiskaði um 4 þús. tonn í júní í fyrra.