mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaldari sjór við landið og minna af átu

4. júní 2015 kl. 15:28

Sjórannsóknir. (Mynd af vef Hafrannsóknastofnunar)

Niðurstöður úr árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Hiti í hlýsjónum sunnan og vestan við landið var að þessu sinni lægri en undanfarin vor og þarf að fara aftur til ársins 1997 til að finna samsvarandi hita að vori vestan við landið. Selta hafði hins vegar hækkað lítillega á þessum slóðum frá því sem lægst hefur verið síðustu þrjú árin. Almennt var kaldara í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði. Lækkun hita í efri lögum sjávar á þessu svæði nemur um 1-1.5 °C og er nú víðast undir langtímameðaltali fyrir þennan árstíma á þessu svæði.

Yfirborðslög fyrir norðan land voru um meðallag í hita og seltu. Norðaustan- og austanlands var hiti yfir meðallagi. Vorkoma gróðurs var víða vel á veg komin. Mest áberandi voru nær samfelldir gróðurflekkir yfir landgrunninu bæði norðan og sunnan landsins. Átumagn var um eða undir langtímameðaltali.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.