laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaldbakur EA aflahæstur ísfisktogara

20. janúar 2014 kl. 09:28

Kaldbakur EA prýddur jólaljósum í Akureyrarhöfn. (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Veiddi 8.159 tonn á nýliðnu ári.

Kaldbakur EA, sem Útgerðarfélag Akureyringa gerir út, varð aflahæsti ísfisktogarinn á árinu 2013. Hann veiddi 8.159 tonn í 53 veiðiferðum eða sem svarar 154 tonnum að meðaltali í túr. Þetta kemur fram á vefnum aflafrettir.is

Næstur varð Björgúlfur EA frá Dalvík sem Samherji gerir út með 7.686 tonn. Þriðji aflahæsti ísfisktogarinn varð Sturlaugur H. Böðvarsson AK, skip HB Granda, með 7.108 tonn. Fjórði varð Ásbjörn RE frá sömu útgerð með 6.966 tonn.

Fimmti aflahæsti ísfisktogarinn varð Samherjaskipið Björgvin EA með 6.823 tonn.

Sjá nánar á aflafrettir.is