föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kallað eftir framúrstefnuhugmyndum

8. október 2013 kl. 16:26

Sjávarútvegsráðstefnan

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 21.-22. nóvember næstkomandi.

Í tengslum við Sjávarútvegsráðstefnuna 2013 sem haldin verður í Reykjavík 21.-22. nóvember næstkomandi verður að venju efnt til samkeppni um framúrstefnuhugmynd. 

Markmið samkeppninnar er að finna framsæknar og frumlegar hugmyndir sem skapa umræðugrundvöll eða nýja hugsun í sjávarútveginum. Við mat á hugmyndum verður litið til frumleika, virðisauka, sjálfbærni og ímyndar greinarinnar út af við. Verðlaunaféð er 500 þúsund krónur.

Frestur til að skila inn framúrstefnuhugmynd er til 15. október og er nánari upplýsingar að finna á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar. 

Þar má einnig sjá dagsskrá ráðstefnunnar.