laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kamelljón hafsins

25. febrúar 2011 kl. 14:00

Sandhverfa. (Mynd: Lars Olav Sparboe)

Útbreiðsla og staða sandhverfu við Ísland könnuð

Líkur benda til að sandhverfu sé að fjölga við Ísland í kjölfar hækkandi sjávarhita. Sandhverfa er vinsæll matfiskur í Evrópu og verð á honum er hátt. Sandhverfa veiðist hér stöku sinnum. Hún hefur að öllum líkindum borist frá Noregi til Íslands og viðhaldið sér hér við land sem sérstakur stofn.

Sérstakt verkefni er nú í gangi sem nefnist ,,Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu” þar sem meðal annars er verið að kanna útbreiðslu og stöðu sandhverfunnar við Ísland. Verkefnisstjóri er Albert K. Imsland prófessor við háskólann í Bergen í Noregi og í nýjustu Fiskifréttum er ítarlegt viðtal við Albert um rannsóknaverkefnið.

Sandhverfan er ránfiskur sem grefur sig í sandinn. Nafnið er mjög lýsandi fyrir hana því hún er eins og kamelljón og samlagast litnum í umhverfinu á örskömmum tíma.