sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kanada: Rækjuvinnslum lokað vegna markaðserfiðleika

3. júní 2009 kl. 12:00

Allar rækjuverksmiðjur á Nýfundnalandi og Labrador, þrettán talsins, eru lokaðar vegna markaðserfiðleika. Kanadamenn eru með stærstu framleiðendum kaldsjávarrækju í heiminum og Bretlands er einn stærsti markaðurinn.

Hátt gengi kanadíska dollarans gagnvart lágu gengi breska sterlingspundsins gerir það að verkum að rækjuframleiðendur fá ekki það verð sem nægir til þess að halda áfram starfsemi. Þar við bætist tiltölulega hátt hráefnisverð, að því er talsmaður Samtaka sjávarvöruframleiðenda  í Kanada segir.

Að hans sögn hefur ástand sem þetta ekki áður komið upp en samtökin eru vongóð um að fiskimenn, framleiðendur og markaðurinn taki höndum finni lausn á málinu í samein 

Rækjuvertíðin í Kanada hófst um miðjan apríl og ennþá eru verksmiðjur starfandi í héruðum eins og Brunswick, Quebec og Nova Scotia.

Yfir 3.000 manns starfa beint í rækjuiðnaðinum í Kanada.