mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kanni humarveiði í gildrur

2. nóvember 2017 kl. 17:14

Humar

Smábátasjómenn líta til nýtingar grjótkrabba og þróunarvinnu með humarveiði í gildrur.

Landssamband smábátaeigenda fékk á nýafstöðnum aðalfundi sambandsins áskorun um að beita sér fyrir því að möguleikar til humarveiða í gildrur verði kannaðir. Ein helstu rökin sem nefnd eru í fundargögnum LS eru að öflug skip gangi nærri humarmiðunum og því tækifæri til að opna fyrir nýjungar í veiðum smábáta við Ísland.

Það er auk þess nefnt að samhliða humarveiðum í gildrur væri samhliða mögulegt að þróa veiðar, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba.

Horfa til krabbans
Í greinargerð fundarins segir: „Grjótkrabbi er ný nytjategund innan veiðilögsögu Íslands og finnst hann nú í miklu magni í Faxaflóa. Ljóst er þó að löng og kostnaðarsöm þróunarvinna er framundan í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba áður en nýting á honum verði arðbær. Ómögulegt er fyrir smábátaeigendur að standa straum af kostnaði við slíka þróunarvinnu,“ segir þar og bætt við að með því að heimila humarveiðar í gildrur upp að vissu marki samhliða veiðum á grjótkrabba væri hægt að dekka hluta þess kostnaðar og hvetja útgerðarmenn til frekari þróunarvinnu við nýtingu á grjótkrabba sem í framtíðinni yrði sjálfbærar og umhverfisvænar veiðar.