mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kappkostað að hámarka verðmætin

4. febrúar 2010 kl. 12:01

Loðnuveiðarnar fara hægt af stað enda reyna loðnuútgerðirnar að skipuleggja veiðarnar með þeim hætti að sem mest verðmæti fáist úr úr þeim takmarkaða loðnukvóta sem úthlutað hefur verið.

Sem dæmi má nefna að tvær kvótahæstu útgerðirnar, Ísfélag Vestmannaeyja og HB Grandi, ætla að halda að sér höndum þar til loðnan verður tilbúin til hrognatöku sem verður eftir tvær til þrjár vikur. Þannig telja þær sig hámarka verðmæti kvótans.

Í gær var fremsti hluti fyrstu loðnugöngunnar kominn vestur fyrir Ingólfshöfða og nokkur skip að veiðum, þeirra á meðal vinnsluskip sem frysta loðnuna fyrir Rússlandsmarkað. Hrognainnihald loðnunnar var 11-12%, en hlutfallið þarf að komast í 15% til þess að loðnan verði frystingarhæf á Japansmarkað sem borgar hærra verð.

Nánar er fjallað um loðnuvertíðina frá ýmsum hliðum í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag