miðvikudagur, 8. desember 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kaupir fyrrum Pétur Jónsson RE

20. apríl 2016 kl. 14:13

Steffen C (áður Pétur Jónsson RE). MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Reyktal bætir við sig rækjutogara.

Útgerðarfélagið Reyktal AS hefur fest kaup á grænlenska rækjutogaranum Steffen C sem áður hét Pétur Jónsson RE. Fyrir gerir félagið út rækjutogarana Taurus og Ontika sem skráðir eru í Eistlandi. 

Yngvi Óttarsson umboðsmaður Reyktal segir í samtali við Fiskifréttir að þetta sé liður í langtímaendurnýjun á flota fyrirtækisins en gert er ráð fyrir að gera út öll skipin til að byrja með. 

Pétur Jónsson RE var smíðaður í Noregi fyrir Pétur Stefánsson útgerðarmann árið 1997 en seldur til Grænlands árið 2006.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.