föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kerecis hlaut hvatningarverðlaun LÍÚ

24. október 2013 kl. 18:09

Hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði.

Hvatningarverðlaun LÍÚ árið 2013 hlaut í ár fyrirtækið Kerecis. Það er framsækið nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði. Kerecis vinnur þannig verðmæti úr afurð sem talin var úrgangur og er frábært dæmi um þá vaxtarmöguleika sem íslenskur sjávarútvegur býr yfir, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Kerecis er í farabroddi í heiminum í hagnýtingu á omega 3 olíu við framleiðslu á húðkremum og fékk nýverið staðfest einkaleyfi í Bandaríkjunum á aðferð sinni.

Stærsta verkefni Kerecis er framleiðsla og markaðssetning á stoðefninu MariGen úr þorskroði, sem notað er til að græða  þrálát sár.  Hröð útbreiðsla sykursýki í þróuðum samfélögum hefur gert skilvirka sárameðferð enn mikilvægari. Sem dæmi um þörf á vörum á borð við þær sem Kerecis framleiðir má nefna að á ári hverju þarf að aflima  um 100 þúsund Bandaríkjamenn vegna þrálátra sára og er stærstur hluti þess vegna sykursýki.

Sjá nánar á vef LÍÚ.