laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kína: Spáð metári í útflutningi sjávarafurða

28. desember 2010 kl. 08:30

Framleiðsla sjávarafurða í Kína mun nema um 54 milljónum tonna á þessu ári og aukast um 4,6% frá fyrra ári, samkvæmt tölum frá landbúnaðarráðuneytinu í Kína.

Útflutningur á sjávarafurðum frá Kína fyrstu 10 mánuði þessa árs jókst um 25,5% miðað við sama tíma í fyrra og nam um 10,7 milljörðum USD (um 1.210 milljörðum ISK).

Þrátt fyrir óhagstætt efnahagsástand í heiminum hefur sjávarútvegur í Kína vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri.

Kínverskir embættismenn segja að sjávarútvegur og fiskeldi hafi náð sér fullkomlega eftir áfall kreppunnar og gott betur. Því er spáð að í ár verði sett met í útflutningi sjávarafurða frá Kína og að hann fari í 12,5 milljarða USD (1.410 milljarða ISK).

Heimild: www.china.com