þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kínverjar eiga að borða minna af kjöti og fiski

7. september 2016 kl. 08:47

Fiskvinnsla í Kína

Með lífsstílsbreytingum er þess vænst að matvælaiðnaðurinn muni draga úr losun kolefnis út í andrúmsloftið

Kínverjar hafa nú staðfest Parísarsamkomulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Gert er ráð fyrir að samkomulagið taki formlega gildi fyrir árslok. Í framhaldi af því hafa verið gefnar út yfirlýsingar um verulegan samdrátt í neyslu á kjöti og fiski. Fjölmiðlar fjalla mikið um þessi áform Kínverja og benda á að þau stangist á við fyrri yfirlýsingar og stefnu stjórnvalda í Kína. Þetta kemur fram í umfjöllun á vefnum seafoodsource.com.

Kínverjar ætla að ganga svo langt að minnka kjötneyslu á mann um helming. Með lífsstílsbreytingum landsmanna er þess vænst að kjötiðnaðurinn muni draga umtalsvert úr losun kolefnis út í andrúmsloftið. Þá hefur stofnun lýðheilsumála í Kína gefið út leiðbeiningar nýlega um að hæfilegt sé fyrir hvern og einn landsmann að borða 40 til 75 grömm af fiskmeti á dag að meðaltali. Fyrri ráðleggingar hljóða upp á 50 til 75 grömm á dag.

Skuldbindingar Kínverja stangast á við yfirlýst metnaðarfull markmið þeirra um aukna framleiðslu sjávarafurða og kjöts. Þeir hafa stefnt að því svo dæmi sé tekið auka framleiðslu sjávarafurða í 77 milljónir tonna árið 2024. Á síðasta ári framleiddu þeir 66,9 milljónir tonna, sem var 3,8% aukning frá árinu áður. Þá er jafnframt stefnt að því að útflutningur á sjávarafurðum frá Kína verði um 5,4 milljónir tonna árið 2014 en á árinu 2014 flutt þeir út 4,1 milljón tonna. Þá má geta þess að Kína ver um 4,5 milljónum dollara á ári (um 525 milljónir ISK) til að styrkja sjávarútveginn.