mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Klakkur SK fékk 366 tonn á 6 dögum!

16. maí 2014 kl. 10:20

Þorskur í trollpoka. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Það sem af er maí hefur meðalafli togarans á veiðidag verið 61 tonn

Það stefnir greinilega í hörkumánuð hjá togurunum. Mokveiði er hjá þeim og þá sérstaklega hjá Klakki SK, segir í frétt á vefnum aflafrettir.is þar sem fjallað er um veiðar í botnvörpu í maí. 

Klakkur hefur verið að veiðum fyrir austan og er um 27 klukkustunda sigling á miðin frá heimahöfn. Þeir fengu 142 tonn á 50 klukkutímum í fyrstu veiðiferðinni í mánuðinum og lönduðu aflanum á Sauðárkróki. Í annarri veiðiferðinni var landað 64 tonnum á Eskifirði eftir einn dag á veiðum. Í þriðju veiðiferðinni var landað fullfermi, 152 tonnum, á Sauðárkróki og fékkst sá afli á aðeins tveimur og hálfum degi.

Um miðjan mánuðinn hafði Klakkur SK því veitt 366 tonn í 3 veiðiferðum og fékkst sá afli aðeins á tæpum 6 veiðidögum. Það gerir 61 tonn á dag. „Þetta er ótrúlegur afli svo ekki sé meira sagt, og mest allt þorskur,“ segir ennfremur á aflafrettir.is