þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kókaín í kræklingi

12. júlí 2011 kl. 11:37

Kræklingur.

Götuvirði talið vera frá 800 milljónum til 1,6 milljarða ISK

Starfsfólk hollenska fyrirtækisins Klaas Puul fann 200 kíló af kókaíni í kræklingafarmi frá Suður-Ameríku í vikunni. Hér er um stórfellt smyglmál að ræða, að því er fram kemur í frétt á IntraFish.

Klaas Puul flytur inn sjávarafurðir og vinnur þær í borginni Volendam. Starfsmenn fyrirtækisins fundu kókaínið þegar þeir komu til vinnu á mánudagsmorguninn og tilkynntu fundinn til lögreglu. Söluvirði kókaínsins á götunni er talið vera milli 5 og 10 milljóna evra eða 800 milljóna til 1,6 milljarða ISK.

Kókaínið fannst þegar verið var að afferma flutningabíl en kræklingafarmurinn hafði farið í gengum tollinn án þess að smyglvarningurinn kæmi í leitirnar.