þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kollagen úr þorskroði

4. mars 2014 kl. 07:56

Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Codland

Framleiðsla hafin hjá Codland í samstarfi við fyrirtæki á Spáni

Fyrirtækið Codland í Grindavík, hefur hafið framleiðslu á kollageni úr íslensku þorskroði í samstarfi við  fyrirtæki á Spáni. Ætlunin er að nota kollagenið í snyrtivörur og fæðubótarefni og segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codlands, von á fyrstu vörunum úr efninu eftir um það bil tvo mánuði.

Hún segir Codland hafa fullvinnslu á sjávarafurðum að leiðarljósi - slík hugsun geti skapað mikil tækifæri við verðmætasköpun og nýtingu. Codland fékk nýlega tilnefningu Samtaka atvinnulífsins sem Menntasproti ársins en fyrirtækið er í eigu grindvísku útgerðarfyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar og því ætlað að vera leiðandi í rannsóknum, þróun, og ráðgjöf á vinnslu á þorski.

Íslendingar eru nú þegar í forustustöðu þegar kemur að fullvinnslu á sjávarafurðum en með Codland á að gera enn betur og ekki síst að auka umræðu um möguleikana sem felast í rannsóknum, þróun og markaðsstarfi með sjávarfang.

Sjá nánar á vef LÍÚ