þriðjudagur, 14. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnafundi lauk án samkomulags

12. desember 2013 kl. 13:56

Kolmunnaveiðar. (Mynd: Hlynur Ársælsson).

Næsti fundur verður haldinn í janúar.

Fundi strandríkjanna í kolmunna vegna veiða ársins 2014 var haldinn 11.-12. desember sl.  í London.

Enginn árangur var af viðræðum aðila en til næsta fundar verður boðað í janúar næstkomandi,að því er segir á vef atvinnuvegaráðuneytisins. 

Í þessari viku var einnig haldinn strandríkjafundur um skiptingu kvóta norsks-íslenskrar síldar og lauk honum einnig án samkomulags, eins og fram hefur komið.