föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnakropp í Rósagarðinum

13. júlí 2018 kl. 14:32

Bjarni Ólafsson AK. MYND/HSG

Síldarvinnslan segir Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK sæmilega sáttan eftir þriggja til fjögurra daga kolmunnakropp í Rósagarðinum.

„Það hefur verið veiði síðustu dagana,“ er haft eftir Bjarna Ólafssyni á heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Við erum komnir með 1.000 tonn í þremur holum. Það er togað í um það bil sólarhring og híft á kvöldin. Nú eru sex skip hér á miðunum en það eru Börkur, Beitir, Hákon, Kap og Ísleifur auk okkar. Einhver skip eru byrjuð makrílveiðar og þá fækkar á kolmunnanum. Þau eru að veiða makríl norður undir Jan Mayen og eitthvað hefur fengist þar. Í dag er heldur dauft hjá okkur hvað veiðina varðar en þetta er svona á kolmunnanum; það er oft dagamunur á veiðunum,“ segir Gísli.

Þá er skýrt frá því að Hákon EA hafi landað um 800 tonnum af kolmunna í Neskaupstað í gær.