
Aðeins rétt tæp 1.300 tonn af kolmunna eru til ráðstöfunar fyrir íslensk fiskiskip í ár en úthlutaður kvóti er 6.507 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Skýringin er sú að mörg kolmunnskip nýttu sér á síðasta ári ákvæði í reglugerð sem heimilar þeim að veiða allt að 10% umfram kvóta. Umframveiðin er dregin frá aflaheimildum næsta árs. Aflamark íslenskra skipa í kolmunna í upphafi ársins 2010 er því aðeins 1.293 tonn nánar tiltekið, sem dugar líklega ekki fyrir öðru en meðafla.