laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnakvótinn aukinn um 30%

5. apríl 2016 kl. 12:13

Kolmunni

Leyfilegur heildarafli verður tæplega 164.000 tonn.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að auka aflaheimildir Íslands í kolmunna á árinu 2016 um rúm 39 þúsund tonn þ.a. leyfilegur heildarafli verður 163.570 tonn. 

Fyrri ákvörðun frá því í desember sl. um 126 þús. tonna heildarafla Íslands byggði á þeim fyrirvara að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) væri fylgt af öllum þjóðunum og haldið væri óbreyttri hlutdeildarskiptingu samkvæmt eldri samningi strandríkjanna Íslands, Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja frá árinu 2006, sem auk þess gerir ráð fyrir ákveðnum hlut til Rússlands og Grænlands sem úthafsveiðiþjóða.

Nú liggja fyrir ákvarðanir hinna strandríkjanna um heildarafla þeirra á árinu 2016, sem er umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Ákvörðun Íslands um aukningu aflaheimilda tekur mið af þeirri staðreynd, segir í frétt frá atvinnuvegaráðuneytinu.