fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnakvótinn aukinn um 39 þúsund tonn

3. apríl 2014 kl. 14:55

Um 9 þúsund tonn af kvótanum fara í pottana

Heildarkvóti Íslands í kolmunna hefur verið aukinn í tæp 195 þúsund tonn. Viðbótinni, 39 þúsund tonnum, hefur verið úthlutað á skip, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Á síðasta ári var kolmunnakvóti íslenskra skipa um 88 þúsund tonn. Upphafskvótinn fyrir árið 2014 var um 154 þúsund tonn. Þar var um bráðabirgðakvóta að ræða en kvótinn var hækkaður eftir að samkomulag náðist milli strandríkja um 1,2 milljóna tonna heildarkolmunnakvóta í Norður-Atlantshafi.

Af um 195 þúsund tonna kvóta íslenskr skipa fara rúm 9 þúsund tonn í pottana svonefndu en rúmum 185 þúsund tonnum hefur verið úthlutað á skip.