þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnakvótinn gekk loksins út

9. september 2016 kl. 09:41

Finnur fríði er eitt skipanna sem fékk kolmunnakvóta á uppboðinu í gær. Hér er hann við bryggju á Fáskrúðsfirði. (Mynd/Óðinn Magnason)

Uppboðsverðið í Færeyjum varð jafnvirði 1,74 íslenskra króna.

Allt er þá þrennt er, segir máltækið, og það fór svo að kolmunnakvótinn sem boðinn var upp í Færeyjum gekk út í þriðju tilraun í gær. 

Alls vor seld 5.000 tonn og komu sjö tilboð á bilinu 8-15 danskir aurar kílóið (1,39-2,16 ISK). Lágmarksverðið sem stjórnvöld settu var 10 aurar (1,74 ISK) og var ákveðið að allir fengu kvótana á því verði. Þar af leiðandi nema tekjur landsstjórnarinnar af þessu uppboði 8,6 milljónum íslenskra króna. 

Eftirfarandi útgerðir fengu kvóta á útboðinu: Næraberg P/F vegna skipsins Norðlings (1.900 tonn), Framherji P/F vegna Fagrabergs (300 tonn) og Varðin P/F vegna Jupiters (1.000 tonn), Tummas T (1.000 tonn) og Finns fríða (800 tonn). 

Frá þessu er skýrt á vef fiskveiðieftirlitsins í Færeyjum.