sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunnaskipin nær öll hætt veiðum

22. maí 2008 kl. 12:34

,,Nær öll íslensku kolmunnaskipin eru hætt veiðum í færeysku lögsögunni og komin heim. Eftir að kolmunninn gekk norður fyrir Færeyjar dreifði hann sér svo mikið að vonlaust var að veiðarnar svöruðu tilkostnaði nú þegar olíuverðið er orðið svona hátt,” segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU í samtali í Fiskifréttum í dag.

,,Það þurfti að toga lengi og aflinn var samt alltof lítill. Við tókum tvö tuttugu klukkustunda höl í síðasta túr og fengum 250 tonn í öðru en 150 tonn í hinu,” segir Grétar og bætir því við að olíukostnaður hjá þeim á veiðum hafi verið kominn upp í eina milljón króna og þó brenni þeir svartolíu sem sé 18% ódýrari en venjuleg skipaolía. Nú er aðeins eitt íslenskt skip ennþá á kolmunnanum, Hoffell SU.

Fjallað er nánar um málið í nýjustu Fiskifréttum.