sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunni: Margrét EA aflahæst

30. apríl 2008 kl. 07:50

Kolmunnaveiðar íslenskra skipa ganga mjög vel. Aflinn á árinu er kominn í um 110 þúsund tonn en heildarkvóti okkar er 232 þúsund tonn.

Flotinn er nú að veiðum í færeysku lögsögunni og eru skipin fljót að fylla sig.

Um 15 íslensk skip stunda þessar veiðar og er Margrét EA þeirra aflahæst, komin með tæp 17 þúsund tonn.

Jón Kjartansson SU kemur þar á eftir með um 14 þúsund tonn.

Þá má geta þess að erlend skip hafa landað um 45 þúsund tonnum af kolmunna til vinnslu hér á landi.