sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kolmunni veiðist í Rósagarðinum

1. júní 2018 kl. 13:23

Börkur NK. Mynd/Hákon Ernuson

Þarf að veiða 25% af kolmunnakvótanum utan færeyskrar lögsögu.

Hákon EA kom til Neskaupstaðar í gær og landaði 340 tonnum af kolmunna. Aflinn fékkst í Rósagarðinum og í gær voru fleiri skip komin þangað til veiða. Þarna voru Börkur NK, Beitir NK, Hoffell SU og Venus NS. Beitir fékk þarna 340 tonn í einu holi og er á leið til Seyðisfjarðar með liðlega 2.000 tonn en megnið af aflanum fékkst í færeyskri lögsögu. Börkur fékk 270 tonn í Rósagarðinum í gær og er á leið til Neskaupstaðar með 1.740 tonn.

Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Rætt er við Hálfdán Hálfdánarson, skipstjóra á Berki NK.

Hann segir að mjög mikilvægt sé að kolmunni veiðist í íslenskum sjó.

„Það er mjög jákvætt að kolmunni veiðist í Rósagarðinum því við þurfum að veiða 25%  af kvótanum utan færeyskrar lögsögu. Þarna fékkst ágætur fiskur en við tókum bara eitt hol og drógum í 17 tíma. Þetta gefur vonir um að þarna megi fá þokkalegan afla og ég reikna með að stefnan verði tekin á Rósagarðinn strax eftir sjómannadag,“ segir Hálfdan.