sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kominn á kaf á ný í útgerð og fiskvinnslu

4. apríl 2012 kl. 10:50

Hinrik Kristjánsson

„Seldi aðeins þann kvóta sem ég keypti til Flateyrar,“ segir Hinrik Kristjánsson

 

Fiskvinnslan Kambur er tekin til starfa á ný í Hafnarfirði. Aðaleigandinn, Hinrik Kristjánsson, komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum er hann seldi kvóta og starfsemi sína á Flateyri og fluttist suður. Hinrik er í ítalegu viðtali í páskablaði Fiskifrétta og segist þar aðeins hafa selt þann kvóta sem hann hafði áður keypti til staðarins.

Hinrik gerir núna út tvo krókaaflamarksbáta, Steinunni HF og Kristján HF. Steinunn HF hefur verið gerð út frá Flateyri. Þá rekur Kambur litla fiskvinnslu í Hafnarfirði þar sem um 15 manns starfa. Stefnt er að því að vinna þar 1.200 til 1.500 tonn á ári.

Hinrik segist hafa byrjað aftur á núlli með rekstur á Flateyri árið 1999 eftir að Básafell lagði upp laupana. Hann hafi byggt upp starfsemina upp í gengum útgerð smábáta. Sú fullyrðing sem oft heyrist að hann hafi selt burt kvóta sem tilheyrði Flateyri frá gamalli tíð sé bæði röng og ósanngjörn. ,,Þeir sem halda þessu fram gleyma því að Kambur keypti allan þann kvóta sem var seldur eftir að Básafell lagði upp laupana í lok árs 1999. Við keyptum kvótann annars staðar frá en frá Vestfjörðum. Megnið af þessum kvóta var keyptur frá Hafnarfirði. Þegar við seldum þá varð um helmingur kvótans eftir á norðaverðum Vestfjörðum; í Ísafjarðarbæ sem Flateyri er hluti af. Með öðrum orðum: Kvóti sem ég keypti frá Hafnarfirði varð eftir fyrir vestan,“ segir Hinrik.