þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Komum hvítabjarna hingað á eftir að fjölga

1. júní 2011 kl. 14:00

Ísbjörn

Á síðustu öld kom hingað 71 hvítabjörn en 4 hafa komið frá aldamótum

Komum hvítabjarna til Íslands á eftir að fjölga að dómi Þóris Haraldssonar, líffræðings og áhugamanns um hvítabirni. Þetta kemur fram í sjómannadagsblaði Fiskifrétta sem kom út í dag.

Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um hvítabirni og heimsóknir þeirra hingað til lands. Þórir Haraldsson segir í samtali við blaðið að erfitt sé að meta hversu margir hvítabirnir hafi gengið á land hér frá landnámi. ,,Það eru ekki til neinar nákvæmar tölur um slíkt og í sumum tilfellum getur verið um sama björninn að ræða. Á síðustu öld voru þeir 71 og 4 það sem af er þessari öld. Ég tel að við megum búast við auknum fjölda þeirra á næstu árum. Stofnstærð hvítabjarna er talsvert há, milli 20.000 og 25.000 dýr, og búsvæði þeirra er að þrengjast vegna veðurfars þannig að þeir einfaldlega verða að leita annað,“ segir Þórir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.