þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kóngakrabbar stækka ríki sitt

9. febrúar 2011 kl. 14:00

Kóngakrabbi

40 milljóna ára einangrun rofin í sjónum við Suðurheimsskautið vegna hlýnunar sjávar

Hlýnandi sjór meðfram Suðurheimsskautinu hefur opnað leið fyrir kóngakrabba sem ógnar nú einstöku lífríki á hafsbotninum, samkvæmt nýjum rannsóknum sem sænskir og bandarískir vísindamenn hafa gert.

Vísindamennirnir tóku myndir af kóngakröbbum í hundraðatali á leiðinni upp á grunnin en botndýr þar hafa verið varin fyrir krabbaklóm í meira en 40 milljónir ára. Mikill fjöldi kóngakrabba fannst á um 30 mílna þversniði meðfram vesturhluta Suðurheimsskautsins. Krabbar hafa ekki fundist á þessu svæði fyrr og hafa ekki stigið fæti þangað í 40 milljónir ára þar til nú vegna þess að sjórinn var of kaldur fyrir þá.

Botndýr eins og bláskel, krossfiskur og ígulker hafa ekki þurft að þróa með sér neinar varnir til að þola grip krabbaklóa. Þau hafa þynnri skel en frændur þeirra í hlýrri sjó. Sömu sögu er að segja um ýmsar skeljar og orma og fleiri tegundir. Þau hafa ekki þurft á “þykkum skráp” að halda til að lifa af. Þarna er að finna einstakt og fjölskrúðugt dýralíf á sjávarbotni sem þróast hefur í milljónir ára í einangrun og er nú auðveld bráð fyrir kóngakrabbann.

Heimild: www.discovery.com