föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kræklingaeldi í Chile stóreykst

20. október 2009 kl. 12:26

Kræklingarækt hefur lengi verið stunduð í Chile en á síðustu árum hefur aukinn kraftur færst í þessa eldisgrein eftir að nokkur innlend og erlend fyrirtæki hófu að fjárfesta í henni í stórum stíl. Er nú svo komið að Chile er þriðji stærsti kræklingaræktandi í heimi.

Í Chile eru 1.800 hektarar lagðir undir kræklingaeldið og framleiðslan á síðasta ári nam 225.000 tonnum af skel og 45.000 tonnum af fiskinum sjálfum. Aðeins Spánn og Kína framleiða nú meira af kræklingi en Chilemenn, að því er fram kemur á sjávarútvegsvefnum IntraFish.

Mikilvægustu markaðir fyrir krækling frá Chile eru á Spáni, í Frakklandi og á Ítalíu.