sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krókaaflamark: Þorsk- og steinbítsafli minnkar en ýsan stendur í stað

15. apríl 2008 kl. 18:37

Á fyrstu sjö mánuðum fiskveiðiársins hafði þorskafli krókaaflamarksbáta ekki náð helming af leyfilegri veiðiheimild. Þrátt fyrir það er það aðeins hærra hlutfall en á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn var kominn I2.763 tonn 1. apríl sl. sem er 21% minna en í fyrra og jafngildir 3.395 tonnum, að því er segir á vef Landssambands smábátaeigenda.  

Ýsuafli krókaaflamarksbáta á tímabilinu september til mars er nánast óbreyttur milli ára, tæp 14 þúsund tonn. Hins vegar eru eftirstöðvar nú mun meiri, eftir er að veiða þriðjung en aðeins 18% voru óveidd af leyfilegum ýsuafla á sama tíma í fyrra.

Mikill samdráttur er í steinbítsaflanum á fyrstu 7 mánuðum fiskveiðiársins. 1. apríl sl. höfðu krókaaflamarksbátar veitt 1.249 tonn sem er aðeins fjórðungur leyfilegs afla á fiskveiðiárinu. Á sama tíma á fiskveiðiárinu 2006/2007 var aflinn kominn yfir tvö þusund tonn sem svaraði til 42% veiðiheimilda á því ári.