föstudagur, 30. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Krókaaflamarksbátar hafa veitt 88% af ýsukvóta sínum

16. febrúar 2011 kl. 16:34

Ýsa

Hafa veitt hærra hlutfall af aflaheimildum í ýsu en í fyrra en hins vegar mun lægra hlutfall af þorski.

Krókaflamarksbátar höfðu í janúarlok nýtt liðlega 88% af aflaheimildum sínum í ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en á undanförnum fiskveiðiárum.

Meðal annars var hlutfallið 81,5% á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Eflaust er það skerðing á aflaheimildum í ýsu sem er þess valdandi að krókaaflamarksbátar eru langt komnir með aflaheimildirnar,” segir í frétt frá Fiskistofu.

Þar kemur einnig fram að krókaaflamarksbátar hafi veitt á umræddu  tímabili rúmlega 8.700 tonn af þorski en aflamark fiskveiðiársins er rúmlega 23.000 tonn. Þeir hafa því nýtt hlutfallslega talsvert minna af aflaheimildum sínum á þessu fiskveiðiári en því síðasta eða 37% samanborið við 47% áður.

 Sjá nánar á vef Fiskistofu, HÉR