fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótablað Fiskifrétta komið út

8. september 2016 kl. 15:34

Kvótablað Fiskifrétta 2016

Listi yfir kvóta allra fiskiskipa fiskveiðiárið 2016/2017 og fleira efni

Kvótablað Fiskifrétta 2016, handbók kvótans, fylgir vikulegu blaði Fiskifrétta sem kom út í dag.

Í kvótablaðinu er að finna upplýsingar um úthlutun aflaheimilda samkvæmt aflahlutdeild í upphafi fiskveiðiársins 2016/2017 og skiptingu þeirra á skip og fyrirtæki. Birtur er listi yfir kvóta allra íslenskra skipa og báta, listi yfir 50 kvótahæstu útgerðir og kvóta eftir heimahöfnum. Þá er samantekt um kvótahæstu fyrirtæki, skip og báta í einstökum fisktegundum.