þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótafrumvörp áfram rædd á Alþingi

6. júní 2011 kl. 11:44

Alþingishúsið

Umræðu um stóra fiskveiðifrumvarpið fram haldið í dag.

Fyrstu umræðu um stóra fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar er fram haldið á Alþingi í dag. Umræða um það hófst á Alþingi á föstudag og var þar hart tekist á.

Ekkert samkomulag hefur tekist um þinglok eða afdrif einstakra mála. Þótt sjávarútvegsmálin hafi borið hæst í umræðunni undanfarið eru fleiri stór mál sem bíða afgreiðslu og eru þau misjafnlega langt á veg komin í vinnu þingsins.

Stefnt hefur verið að því að ljúka þingi á fimmtudag en áður en af því getur orðið þarf að nást samkomulag um hvaða mál fara í gegn og hver bíða seinni tíma.

Frá þessu er skýrt á vef RÚV.