þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótar í kolmunna og úthafskarfa

24. desember 2013 kl. 10:22

Stjórnvöld tilkynna leyfilegan heildarafla þessara tegunda fyrir næsta ár.

Gefin hefur verið út reglugerð um leyfilegan heildarafla íslenskra skipa á kolmunna fyrir árið 2014. Samkvæmt henni má veiða rúmlega 154 þúsund tonn, þar af fara rúm 7 þúsund tonn í „pottakerfið“.

Ekki hefur náðst samkomulag milli strandríkjanna um kolmunnann á næsta ári og er hér því væntanlega um bráðabirgðaákvörðun að ræða.

Þá hefur verið gefin út reglugerð um veiðar á úthafskarfa á komandi ári. Aflaheimildir íslenskra skipa nema rétt rúmum 6 þúsund tonnum, þar af fara um 300 tonn í pottana.