sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótinn hefur verið keyptur

29. maí 2008 kl. 16:40

Megin þorri aflamarks frá 1984 hefur skipt um hendur, segirLÍU.

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur kannað hversu stór hluti veiðiheimilda í tegundum sem voru kvótasettar 1984 hefur skipt um hendur við kaup á aflaheimildum og fyrirtækjum sem eiga aflaheimildir og vegna aðgerða stjórnvalda sem hafa aukið veiðirétt minni skipa.

Niðurstaðan er sú að um 87,5% aflaheimildanna hefur skipt um hendur, en einungis 12,5% þeirra veiðiheimilda sem skipt var á milli fyrirtækja og einstaklinga í aflamarkskerfinu 1984 eru enn í eigu sömu aðila.

Þetta kemur fram á vef LÍU.

Könnunin nær til þeirra fisktegunda sem kvótasettar voru árið 1984, og hafa verið það óslitið síðan, en þær eru: þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða, síld og loðna.

„Könnunin var gerð til að undirstrika atvinnurétt útgerðarmanna sem varinn er af eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og vegna villandi umræðu um að þeir sem stunda útgerð í dag geri það í krafti aflaheimilda frá árinu 1984,“ segir á vef LÍU.

Þá kemur fram að breytingar á handhöfn aflaheimilda í umræddum tegundum frá því árið 1984 má sundurliða með eftirfarandi hætti: (tekið beint af vef LÍU)

1. Kaup á aflaheimildum og eignarhlutum í útgerðarfélögum.

Rúm 85% hafa skipt um hendur vegna kaupa á aflaheimildum og eignarhlutum í fyrirtækjum.  Rétt er að taka fram að sameining fyrirtækja eða erfðir hafa ekki áhrif í þessu tilliti.

2. Tilfærsla til smábáta.

Aflaheimildir aflamarksskipa hafa verði skertar umtalsvert frá því að aflamarkskerfinu var komið á með ákvörðunum stjórnvalda um tilfærslu aflaheimilda til smábáta. Þannig hafa um 32% aflaheimilda í þorski verið færðar frá aflamarksskipum til smærri báta og einnig hafa umtalsverðar aflaheimildir í ýsu verði fluttar til þeirra. Upphaflega voru smábátum reiknuð þrjú prósent af þorskafla. Þegar litið er til þeirra aflaheimilda sem skipt var á milli útgerða 1984 og eru enn í eigu þeirra þá nemur skerðing þeirra vegna tilfærslu til smábáta um 2,5%