laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Kvótinn skiptist í tvo flokka

1. febrúar 2013 kl. 10:51

Fiskur

Gert ráð fyrir um 2,3 til 2,7 milljarða tekjum vegna leigu úr flokki tvö í nýju frumvarpi

 

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra lagði fram á Alþingi í gær frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Ein meginbreytingin er að lagt er til að á hverju fiskveiðiári skuli ráðherra skipta heildaraflamarki nytjastofns sem lýtur að veiðitakmörkunum í tvo flokka. Annars vegar það sem fari til útgerðarmanna eins og áður, nema að sá nýtingaréttur verður tímabundinn til 20 ára. Hins vegar fer hluti kvótans í línuívílnun, strandveiðar, og fleira, og ekki síst, hluti verður leigður í gegnum svo kallað kvótaþing, að því er segir í fréttum RÚV.

Fjölmargar breytingar aðrar eru en verði frumvarpið að lögum er áætlað að tekjur ríkissjóðs af leigu aflamarks úr flokki tvö geti orðið 2,3 til 2,7 milljarðar fyrir næsta fiskveiðiár og fari síðan hækkandi.

Frumvarpið í heild