þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lágmarksverð á makríl í Noregi

4. september 2012 kl. 14:39

Greitt er um 6,25 krónur norskar á kíló (133 ISK) fyrir makríl sem er 450 til 475 grömm að þyngd

Seljendur og kaupendur makríls í Noregi hafa komið sér saman um lágmarksverð á makríl til manneldisvinnslu. Misjafnt verð er eftir þynd en greitt er um 6,25 krónur norskar á kíló (133 ISK) fyrir makríl sem er 450 til 475 grömm að þynd, að því er fram kemur á vef norsku síldarsölusamtakanna.
Kvóti Norðmanna í makríl er 180 þúsund tonn. Hringnótaflotinn fær að veiða 123 þúsund tonn, minni nótabátar rúm 11 þúsund tonn, strandveiðiflotinn rúm 32 þúsundt tonn og togarar um 7 þúsund tonn. Annað fer til rannsókna o.fl.
Miðað við 3. september haf norsk skip fiskað 16 þúsund tonn af makríl.
Eftirfarandi lágmarksverð gildir frá og með 1. september fyrir hina ýmsu stærðarflokka makríls. Sama verð er fyrir fyrstu þrjá stærðarflokkanan:

 

550 g og yfir 7,50 kr. á kg (159 ISK).

525 til 549 g 7,50 kr. á kg

500 til 524 g 7,50 kr. á kg

475 til 499 g 6,75 kr. á kg (143 ISK)

450 til 474 g 6,25 kr. á kg (133 ISK)

425 til 449 g 6,00 kr. á kg (127 ISK)

400 til 423 g 5,75 kr. á kg (122 ISK)

375 til 399 g 5,50 kr. á kg (117 ISK)

350 til 374 g 5,25 kr. á kg (111 ISK)

325 til 349 g 5,00 kr. á kg (106 ISK)

250 til 324 g 5,00 kr. á kg

200 til 249 g 4,50 kr. á kg (95 ISK)