þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lagt til að sandsílakvóti ESB verði 360 þús. tonn

23. febrúar 2011 kl. 12:00

Sandsíli

Norðmenn hafa ákveðið 60 þús. tonna kvóta í sinni lögsögu

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að sandsílakvótinn í lögsögu ESB-ríkja verði 360 þúsund tonn árið 2011, að því er fram kemur á vef norskra útvegsmanna.

Þar segir ennfremur að í norsku lögsögunni hafi sandsílakvótinn nú þegar verið ákveðinn um 60 þúsund tonn í ár. Að auki megi norsk skip veiða 20 þúsund tonn af sandsíli í ESB lögsögunni.