sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Launakostnaður í fiskvinnslu í Kína fer vaxandi

24. apríl 2012 kl. 08:19

Japanir leita að nýjum fiskverkendum fyrir makrílinn

Á síðasta ári fluttu Norðmenn tæplega 60 þúsund tonn af makríl til Kína sem var unninn þar en drjúgur hluti hans endaði hjá japönskum kaupendum, að því fram kemur á vefnum fishupdate.com.

Þar segir einnig fram að vaxandi launakostnaður í Kína hafi ýtt undir japanska fiskkaupendur að horfa til annarra landa um vinnslu á makrílnum. Japanir hafa meira að segja beðið Norðmenn um að íhuga þann möguleika að vinna makrílinn sjálfir og flytja beint til Japans.

Á síðasta ári fluttu Japanir inn um 11 þúsund tonn af makrílafurðum, þar af voru 7.300 tonn flutt inn frá Kína, 2.990 tonn frá Tælandi og 820 tonn frá Víetnam.

Launakostnaður í Kína í fiskvinnslu hefur aukist um 20-30% á síðustu 3 árum. Í Tælandi jókst launakostnaður um 5% á síðasta ári. Nú í apríl tóku hins vegar ný lög gildi í Tælandi sem hækkuðu lágmarkslaun um 40%.

Neysla sjávarafurða hefur minnkað í Japan undanfarin ár og menn óttast að samdátturinn verði jafnvel enn meiri hækki verðið.