þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lax vinsælasti matfiskur í Frakklandi

4. maí 2010 kl. 12:27

Lax er sú fisktegund sem franskir neytendur eru sólgnastir í. Samkvæmt nýrri markaðskönnun kaupa 72% franskra heimila reyktan lax, 46% ferskan lax og 25% frystan lax. Næstvinsælasti matfiskurinn er þorskur.

Á árinu 2008 voru 600.000 tonn af laxi flutt inn til Evrópusambandsríkjanna að verðmæti 2,2 milljarðar evra eða sem svarar 372 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Um 75% innflutningsins komu frá Noregi. Frakkar borðuðu 165.000 tonn af laxi það árið.

Í frétt á vefnum Seafoodsource.com kemur fram að 48% af heildarsölu á laxi Frakklandi sé ferskur lax, um þriðjungur reykur lax og afgangurinn frystur lax. Um helming af söluverðmæti laxaafurða í Frakklandi má rekja til reykta laxins.