þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leggja til auknar veiðar á norsk-íslenskri síld

13. október 2008 kl. 13:15

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar í 1643 þúsund lestir á næsta ári.

Þetta er aukning upp á ríflega 8% frá síðustu ráðgjöf ráðsins.

Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Þá kemur fram að kvóti  Íslands í síldarstofninum fer við þetta úr 220 þúsundum lesta í rúmlega 238 þúsund lestir.

Tillögur ráðsins varðandi kolmunna gera hins vegar ráð fyrir samdrætti í veiðum og að leyft verði að veiða 408 þúsund tonn árið 2009. Um tillögurnar verður fjallað á fundi strandríkja í næstu viku og á ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar innan skamms.

Tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir makríl, síld, kolmunna og loðnu í Barentshafi má finna á eftirfarandi tenglum:

http://www.ices.dk/committe/acom/comwork/report/2008/2008/mac-nea.pdf

http://www.ices.dk/committe/acom/comwork/report/2008/2008/her-noss.pdf

http://www.ices.dk/committe/acom/comwork/report/2008/2008/whb-comb.pdf

http://www.ices.dk/committe/acom/comwork/report/2008/2008/cap-bars.pdf

Þá er hér tengill á vefsíðu norsku hafrannsóknastofnunarinnar:

http://www.imr.no/produkter/radgivning/kvoterad/kvoterad_2009_lodde_kolmule_makrell_norsk_vargytende_sild