mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leigugjald ríkisins fyrir skötuselskvóta 176 krónur kílóið

19. september 2011 kl. 10:00

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um 350 tonna skötuselskvóta.

Ríkið heldur áfram að leigja út hluta skötuselskvótans nú á þessum fiskveiðiári eins og tveimur hinum síðustu. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð þessu lútandi þar sem fram kemur að leigugjaldið er 176 krónur fyrir kílóið og hefur hækkað töluvert frá fyrra ári.

 Samkvæmt reglugerðinni skal úthluta allt að 350 tonnum að þessu sinni, en ef marka má reynslu fyrri ára verður úthlutað aftur síðar. Heimilt er að úthluta á skip allt að 10 tonnum í senn.

 Á vef Fiskistofu er fjallað nánar um úthlutunina.