mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leigukvóti fyrir 30 milljónir brennur inn

26. september 2011 kl. 09:47

Skötuselur

Tæplega fjórðungur skötuselskvótans sem sjávarútvegsráðherra leigði út var ekki veiddur.

Tæplega fjórðungur af þeim skötuselskvóta sem sjávarútvegsráðherra bauð til leigu á nýliðnu fiskveiðiári eða 256 tonn brann inni við kvótaáramótin. Verðmæti þess kvóta sem þannig nýttist ekki en greitt var leigugjald fyrir er um 30 milljónir króna. 

Jónskvótinn, en svo kalla sjómenn þennan leigukvóta, er ekki framseljanlegur og ekki er hægt að skila honum.

Sjá nánar í Fiskifréttum.