miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líflegt ár á fiskmörkuðum

6. janúar 2011 kl. 10:23

Árið 2010 var líflegt á fiskmörkuðum landsins. Þrátt fyrir að framboð á fiski hafi minnkað frá árinu á undan jókst velta markaðanna um rúm 20% milli ár, samkvæmt samantekt sem birtist í nýjustu Fiskifréttum.

Á síðasta ári voru seld um 96.600 tonn á fiskmörkuðunum fyrir um 26,2 milljarða króna. Árið 2009 voru seld um 103.500 tonn fyrir tæpa 21,8 milljarða.

Allflestar helstu fisktegundir hækkuðu verulega í verði árið 2010. Meðalverð fyrir allar tegundir á mörkuðunum var um 271 króna á kíló og er það um 28% hækkun á meðalverði milli ára.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.