þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lifnaði við eftir einn sterkan

26. febrúar 2016 kl. 14:11

Búinn að fá sér einn!

Myndband veldur deilum í netheimum

Furðufréttir um dauða fiska sem lifna við eru vinsælar um þessar mundir. Eina slíka er að finna á vef breska götublaðsins Mirror. Fiskurinn sem þar segir frá er vatnakarpi sem borinn var fram heill á veitingastað, baðaður í sósu en með djúpa skurði á baki. Veitingastaðurinn er sagður vera í Kína. Einn matargestanna hellir úr brennivínsstaupi upp í fiskinn. Það er eins og fiskurinn lifni við, svolgri drykknum í sig, opni munninn og loki honum aftur. Svo heppilega vildi til að atvikið náðist á MYNDBAND sem vakið hefur mikla athygli. Umræða hefur spunnist um myndbandið á samfélagsmiðlum. Sitt sýnist hverjum; annaðhvort séu brögð í tafli eða þá að hér sé um dýraníð að ræða að elda lifandi fisk.