mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lifnar yfir loðnuveiðunum

22. febrúar 2013 kl. 15:24

Loðnuflotinn á veiðum undan Öræfajökli fyrir nokkrum árum. Mynd/Daði Ólafsson

Veiðarnar ganga nú betur en áður.

 

,,Loðnuflotinn er þessa stundina aðallega við Skarðsfjöruna og vestur við Alviðru og við erum á leiðinni þangað.  Það virðist vera skárri veiði í dag en verið hefur að undanförnu,“ sagði Hálfdán Hálfdánarson skipstjóri á Beitir NK þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans um þrjúleytið í dag. 

Beitir var þá kominn með  1.300 tonn sem hann fékk í gær og í morgun í Meðallandsbugtinni, en þar er nú ekkert lengur að hafa.

,,Það er loðna með allri suðurströndinni  en hún gengur nokkuð dreift og er ekki eins þétt og hún var í fyrravetur, að minnsta kosti ekki  enn sem komið er.  Hún sígur rólega vestur á bóginn,“ sagði Hálfdán.

Þokkalegasta veður hefur verið á loðnumiðunum síðustu tvo sólarhringana og hefur veðrið ekki valdið truflun á veiðum.